Seyðisfjörður
Á Seyðisfirði og í næsta nágrenni er fjölbreytt afþreying, hvort sem það er matur, menning eða útivist. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
LUNGA
Listahátíð ungs fólks á Austurlandi hefur skipað sér sess sem ein vinsælasta menningarhátíð landsins. Hátíðin spannar heila viku í júlí og hápunktur hennar eru tónlistaveisla helgarinnar.
Vök Baths
Í hálftíma akstri frá Seyðisfirði má finna náttúruböðin Vök sem opnuðu árið 2019. Heit vatn er fengið úrholu sem dælt er í fljótandi laugar í Urriðavatni.
Minjasafn Austurlands
Í hálftíma akstri frá Seyðisfirði er Minjasafnið. Hér má skyggnast aftur í fortíð fjórðungsins og læra ýmislegt um menningu liðinna tíma.
Golfvöllur Seyðisfjarðar
Innst í Seyðisfirði, á milli fjallanna, er 9 holu golfvöllur. Hægt er að leiga golfkylfur sé þess óskað.
Fossaferðir
Seyðisfjörður er þekktur fyrir allan þann fjölda fossa sem finna má í fjöllunum. Í firðinum eru stikaðar gönguleiðir sem oft vísa á ævintýranlega staði.