Seyðisfjörður


Á Seyðisfirði og í næsta nágrenni er fjölbreytt afþreying, hvort sem það er matur, menning eða útivist. Allir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Sjóstangveiði og útsýnistúrar

Reyndir Seyðfirskir sjómenn bjóða upp á sjóstangveiði og útsýnissiglingar í firðinum. Þannig má allt í senn njóta náttúru, sjávar- og fuglalífs.

Tvísöngur

Tvísöngur er bæði í senn skúlptúr og hljóðlistaverk. Gestir geta hér leikið sér að röddinni og endurómun hljóðanna.

Kayak-ferðir

Hinn lygni Seyðisfjörður er tilvalinn fyrir kayak-ferðir. Í bænum er hægt að fara í styttri sem og lengri ferði, bæði fyrir byrjendur og lengra komna.

Fuglabjargið við Skálanes

Skálanes er sannkölluð náttúruparadís. Að horfa niður eftir 300m. háu fuglabjarginu er ógleymanleg upplifun.

Tækniminjasafnið

Á safninu gefur að líta tæki og tól allt frá upphafi síðustu aldar. Heimsókn á safnið er ætíð fróðleg og skemmtileg.

Bláa Kirkjan

Seyðisfjarðarkirkja er fögur að utan jafnt sem innan. Á sumrin er tónleikaröð, boðið er upp á ljúfa tóna alla miðvikudaga.

Veiði í Fjarðará

Fjarðará er gjöful og skemmtileg veiðiá í botni Seyðisfjarðar. Bæði silungur og lax ganga upp ánna. Veiðileyfi eru seld á tjaldsvæðinu.

Skaftfell

Skaftfell er miðstöð myndlistar á Austurlandi. Sýningar eru í tveimur rýmum, auk þess sem veitingastaður er á jarðhæðinni.

Hallormsstaðarskógur

Stærsta skóg landsins er að finna á Fljótsdalshéraði. Í Hallormsstaðarskógi er auðvelt að týna sér, bæði í tíma og á milli trjánna.

LUNGA

Listahátíð ungs fólks á Austurlandi hefur skipað sér sess sem ein vinsælasta menningarhátíð landsins. Hátíðin spannar heila viku í júlí og hápunktur hennar eru tónlistaveisla helgarinnar.

Vök Baths

Í hálftíma akstri frá Seyðisfirði má finna náttúruböðin Vök sem opnuðu árið 2019. Heit vatn er fengið úrholu sem dælt er í fljótandi laugar í Urriðavatni.

Stórurð

Undir tindum Dyrfjalla liggur sælustaðurinn Stórurð. Gönguleiðin er fremur auðveld yfirferðar. Akstur frá Seyðisfirði tekur u.þ.b. klukkustund.

Minjasafn Austurlands

Í hálftíma akstri frá Seyðisfirði er Minjasafnið. Hér má skyggnast aftur í fortíð fjórðungsins og læra ýmislegt um menningu liðinna tíma.

Hólminn á Borgarfirði

Hinn gullfallegi Borgarfjörður eystri er í 1 1/2 tíma akstri frá Seyðisfirði. Í Hafnarhólmanum er mikið fuglalíf og má m.a. sjá lunda.

List í ljósi

List í ljósi er haldin í febrúar ár hvert. Á þessari listahátíð er það ljósið sjálft sem er viðfangsefnið. Dagurinn sem er fyrir valinu er fyrsti dagur ársins sem sólin lætur sjá sig aftur á Seyðisfirði.

Golfvöllur Seyðisfjarðar

Innst í Seyðisfirði, á milli fjallanna, er 9 holu golfvöllur. Hægt er að leiga golfkylfur sé þess óskað.

Skriðuklaustur

Þetta sérstaka hús inni í Fljótsdal var heimili skáldsins Gunnars Gunnarssonar. Í dag er þar rekið safn og vinsælt kaffihús. Aksturinn frá Seyðisfirði tekur u.þ.b. klukkustund.

Óbyggðasetur

Skammt frá Skriðuklaustri er eitt nýjasta safn Austurlands, Óbyggðasetur. Hér er líf þeirra sem bjuggu í slíkri einangrun gerð skil á einstakan og áhugaverðan hátt.

Fossaferðir

Seyðisfjörður er þekktur fyrir allan þann fjölda fossa sem finna má í fjöllunum. Í firðinum eru stikaðar gönguleiðir sem oft vísa á ævintýranlega staði.

Geirahús

Þetta litríka hús sem stendur fyrir aftan Hótel Ölduna var heimili sjómannsins og alþýðulistamannsins Ásgeirs Jóns Ólafssonar. Húsið er í eigu Skaftfells og hefur verið mikið endurbætt.

Heitur foss í Laugavalladal

Í tveggja tíma akstri frá Seyðisfirði er eitt af náttúru-undrum Austurlands: heiti fossinn í Laugavalladal. Þetta er tilvalin áningarstaður á ferðalagi um Hallormsstað.