Veitingastaðir
Seyðisfjörður er lítið þorp, en þó er fjölbreytt flóra veitinga í boði yfir sumartímann.
Aldan
Á veitingastað Hótel Öldunnar er íslenskt hráefni í hávegum haft. Matseldin er undir evrópskum og norrænum áhrifum og úrval drykkja sérvalið. Í sumar er boðið upp á girnilega smárétti sem tilvalið er að deila í góðum félagsskap.
Aldan er lokaður veturinn 2023. Við erum núna að undirbúa matseðilinn fyrir 2024 árstíðina.
Aldan
Á veitingastað Hótel Öldunnar er íslenskt hráefni í hávegum haft. Matseldin er undir evrópskum og norrænum áhrifum og úrval drykkja sérvalið. Í sumar er boðið upp á girnilega smárétti sem tilvalið er að deila í góðum félagsskap.
Norð Austur - Sushi&Bar
Á Norð-Austur er íslenskur fiskur framreiddur eftir japanskri hefð. Auk dásamlegra maki-rúlla og nigiri-kodda er boðið upp á japanska smárétti og ljúffenga kokteila. Staðurinn hefur tvívegis verið valinn einn besti veitingastaður landsins af White Guide.
Norð Austur - Sushi&Bar
Á Norð-Austur er íslenskur fiskur framreiddur eftir japanskri hefð. Auk dásamlegra maki-rúlla og nigiri-kodda er boðið upp á japanska smárétti og ljúffenga kokteila. Staðurinn hefur tvívegis verið valinn einn besti veitingastaður landsins af White Guide.
Skaftfell Bistro
Veitingastaður Skaftfells er hannaður undir áhrifum myndlistarmannsins Dieter Roth. Á meðan beðið er eftir matnum má lita, spila og glugga í bækur. Þó staðurinn sé þekktastur fyrir sínar frábæru pizzur eru líka fisk-, kjöt- og grænmetisréttir á boðstólnum.
Skaftfell Bistro
Veitingastaður Skaftfells er hannaður undir áhrifum myndlistarmannsins Dieter Roth. Á meðan beðið er eftir matnum má lita, spila og glugga í bækur. Þó staðurinn sé þekktastur fyrir sínar frábæru pizzur eru líka fisk-, kjöt- og grænmetisréttir á boðstólnum.
Láran
Café Lára er fyrir löngu orðin stofnun í veitingalífi Seyðfirðinga. Hér eru borgarar og grill allt sumarið og boðið upp á Seyðfirska bjórinn El Grillo. Sýndir eru fótboltaleikir á stórum skjá.
Láran
Café Lára er fyrir löngu orðin stofnun í veitingalífi Seyðfirðinga. Hér eru borgarar og grill allt sumarið og boðið upp á Seyðfirska bjórinn El Grillo. Sýndir eru fótboltaleikir á stórum skjá.